Fyrirtækið
Fyrirtækið Vélvík var stofnuð árið 1988 af Daníel Guðmundssyni rennismíðameistara og er eitt best búna fyrirtæki landsins á sviði sérhæfðrar nákvæmnismíði.
Hjá okkur starfar fagfólk með áratuga reynslu á sínu sviði og hjá Vélvík fer saman kunnátta handverksmannsins og öflugur hátæknibúnaður. Það sem þú getur hugsað upp, getum við smíðað.
Mælideild
Gæðaeftirlit Vélvíkur hefur styrkst mikið með tilkomu CMM mælivélar frá ZEISS. Flóknir hlutir eru auðmælanlegir og niðurstaða mælinga áreiðanleg.
Hönnunar- og sérsmíðadeild
Hönnunar- og sérsmíðadeild Vélvíkur er með mörg ár reynslu í hönnun og sérsmíði. Við getum teiknað og smíðað allt frá einföldum verkfærum til flókna vélbúnaðar.
Renniverkstæði
Vélvík býr yfir vélakosti á heimsmælikvarða sem getur (rennt, fræst og neistagrafið) tiltekin verkefni útfrá allt að níu ferilásum. Slík hátækni gerir okkur kleift að skila verkefnum sem spanna allt frá laufabrauðsjárnum að hátæknilegum rannsóknarkafbátum.
Við notum nýjasta stuðningsbúnað á borð við teikniforrit og CAD-Cam kerfi til að hámarka möguleikana sem í tækjabúnaðinum felst. Þannig þýðum við hvert hönnunarverkefni úr teikningu og yfir á skipanir fyrir hinn tölvustýrða smíðabúnað sem við notum. Með Inventor frá Autodesk, Rhinoceros og svo CAD-CAM kerfi frá Virtual Gibbs erum við færir um að leysa öll þau verkefni sem á okkar borð koma.
Mótaverkstæði
Stansar
Allt frá stofnun árið 1988 hefur Vélvík sérhæft sig í framleiðslu á stansamótum fyrir plastiðnað. Við veitum auk þess ráðgjöf við hönnun sé þess óskað.
Mót
Vélakostur fyrirtækisins gerir okkur kleift að koma til móts við flóknustu óskir og þarfir viðskiptavina okkar þegar gerð móta er annars vegar. Komdu með hugmyndirnar til okkar og við útfærum þær með þér.
Sprautusteypumót
Sprautusteypumót er völundarsmíð, samsett úr fjölmörgum hlutum sem hver þarf að vera smíðaður af ítrustu námkvæmni. Taktu efann og áhyggjurnar út úr jöfnunni og láttu okkur um að smíða þitt sprautusteypumót.
Blástursmót
Vélvík sérhæfir sig í hönnun, þróun og framleiðslu á mótum fyrir “extrusion”-blástursvélar og „Stretch Blow Moulding“. Vélvík hefur framleitt slík mót fyrir alla vöruflokka, stórar flöskur sem smáar, sem og aðrar umbúðir. Við framleiðum meðal annars mót fyrir HPDE, LPDE, PVC, PP og PET plastefni.
Prótótýpumót
Fyrir hluti sem enn eru í þróunarferli er óþarflega dýrt að smíða fullkomið sprautusteypumót. Hjá Vélvík getum við smíðað frumgerð eða prótótýpumót fyrir hluti sem ekki eru endilega komnir í endanlega mynd.
Slík mót henta líka vel þegar framleiða þarf takmarkað magn tiltekinnar vöru. Þá telst iðulega of kostnaðarsamt að smíða sprautusteypumót fyrir verkið. Úr prótótýpumóti má framleiða allt að hundrað þúsund eintök með ódýrum hætti.
Neistagraf
Neistagröftur er tækni sem fundin var upp á árunum milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Þessi tækni byggir á rafskauti sem hefur það form sem búa á til hverju sinni. Í upphafi var tæknin heldur frumstæð og nánast eingöngu notuð þar sem önnur verkfæri dugðu ekki til. Í áranna rás hefur neistagraf þróast mjög og í dag er hægt að stýra vinnslunni mjög nákvæmlega, en nákvæmni er 1 my . Yfirborðsáferð (hrýfi) er frá 0,4 Ra my að 20 Ra my. Með neistagrafi er unnt að búa til form sem ekki er mögulegt að ná með neinni annarri tækni.