Skip to main content

Traust, fagmennska og nákvæmni í 36 ár

Saga Vélvíkur

Fyrirtækið Vélvík var stofnuð árið 1988 af Daníel Guðmundssyni rennismíðameistara og er eitt best búna fyrirtæki landsins á sviði sérhæfðrar nákvæmnismíði.

Hjá okkur starfar fagfólk með áratuga reynslu á sínu sviði og hjá Vélvík fer saman kunnátta handverksmannsins og öflugur hátæknibúnaður. Það sem þú getur hugsað upp, getum við smíðað.

Vöruhönnun og sérsmíði Bjóðum uppá sérsmíði og verkfærasmíði, almenna rennismíði og vélsmíði með tölvustýrðum- og hefðbundnum smíðavélum.

Vélvík starfar á sviði sérhæfðrar nákvæmnismíði þar sem fyllstu nákvæmni er krafist og hvergi má skeika hinu minnsta. Fyrirtækið býr yfir einum fullkomnasta vélakosti sem völ er á og getur því uppfyllt kröfur viðskiptavina til hins ítrasta.

Í fyrirtækinu höfum við yfir 50 mismunandi vélar og tæki sem gera okkur kleift að leysa hin margvíslegustu verkefni. Vélakostur okkar er á heimsmælikvarða á sínu sviði og þar á meðal eru vélar sem eru í sérflokki hér á landi.

Vélvík hefur starfað í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir á Íslandi í yfir 34 ár og mun halda áfram að styð framfærslur í nákvæmni og hátækniþróun.

Viðskiptavinir

Við trúum því að viðskiptavinahópurinn endurspegli hæfni og árangur þjónustufyrirtækja betur en nokkuð annað. Meðal viðskiptavina Vélvíkur eru mörg fyrirtæki sem eru leiðandi á sínu sviði, hér á landi og jafnvel á heimsvísu.

Hin fjölbreytilega starfsemi viðskiptavina okkar á það sameiginlegt að krefjast vöru og þjónustu í hæsta gæðaflokki í hvívetna. Okkar markmið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná markmiðum sínum og lítum við á þá vinnu sem samstarf öðru fremur.

Cogent Technology
Corepharma
Marel
Marport
ON
Össur hf
Star-Oddi
Teledyne-Gavia (Hafmynd)
Veitur
Cogent Technology
Corepharma
Marel
Marport
ON
Össur hf
Star-Oddi
Teledyne-Gavia (Hafmynd)
Veitur